Blöðin

04. maí. 2016 06:01

Markmið að hér sé uppbyggjandi samfélag í íþróttum og tómstundum

Svana Hrönn Jóhannsdóttir tók að sér starf íþrótta- og tómstundafulltrúa hjá Dalabyggð í mars síðastliðnum. Svana er menntaður íþróttafræðingur og mörgum kunn fyrir framúrskarandi árangur í glímu og hefur hún m.a. hampað Freyjumeninu sex sinnum. Það er ýmislegt framundan í nýju starfi, skipulag á íþróttastarfi sumarsins, tómstundaviðburðir og bæjarhátíðin Heim í Búðardal.

 

Fréttaritari Skessuhorn tók Svönu Hrönn tali og má lesa spjall við hana í blaðinu sem kom út í dag.